Monday, February 1, 2010

Valgeir Guðjónsson er leikstjórnandi Hornets


Þegar einhver sem er jafn mikilvægur liði sínu og Chris Paul meiðist á hné og það kostar hann fjórar, sex, jafnvel átta vikur frá keppni - er ekki hægt annað en tala aðeins um það.

Á myndinni hér til hliðar er staðan í fáránlega jafnri Vesturdeild. Má New Orleans við því að vera án Chris Paul í mánuð, þegar hvert tap þýðir dauði og djöfull? Varla.

Frábær janúar þýddi að Hornets var komið inn í myndina í úrslitakeppninni, en nú er hætt við að Oklahoma, Houston og Memphis(!) skríði jafnvel upp fyrir New Orleans í töflunni.

Þetta kapphlaup um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni verður all svakalegt. Það yrði gaman fyrir Oklahoma og/eða Memphis að slefa þarna inn og í raun fátt því til fyrirstöðu.

Ekkert ólíklegt að Jazz, Spurs, Blazers, Suns og New Orleans eigi eftir að drulla meira á sig fram á vor.