Thursday, February 11, 2010

Tuggur


*Það hefur nú verið staðfest endanlega (af okkur) að New Jersey Nets er lélegasta lið allra tíma. Eins og til að fullkomna ógæfu liðsins, komust ekki nema um það bil 1000 áhorfendur til að sjá Nets drulla á sig gegn Sacramento í gær vegna veðurs.

*Reyndar er eitt lið þó hlutfallslega lélegra en Nets. Detroit Pistons. Við erum að reyna að ná frumvarpi í gegn um öldungadeildina sem myndi þýða að leikmenn Detroit yrðu sektaðir fyrir að stela súrefni frá öðru heiðarlegu fólki.

*LA Lakers þarf að spila oftar án Kobe Bryant. Lakers hefur unnið þrjá í röð án Kobe og það þykir okkur ekki hjálpa honum í MVP kapphlaupinu. Og Lamar Odom og Pau Gasol væru bestu framherjar allra tíma ef þeir fengju að spila oftar við Utah Jazz.

*Stephen Curry er á góðri leið með að toppa pabba sinn. Bauð upp á 36/10/13 þrennu í gær, sem er helvíti flott.

Curry spilar reyndar með Warriors - liði sem er þjálfað af manni sem fer með garðsláttuvél í byssubardaga. Það lítur alltaf helvíti sannfærandi út þegar maðurinn með garðsláttuvélina nær að grísa á að vinna bardagann - en það gerist ekki oft.

*Boston verður aldrei NBA meistari 2010. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki á því miðað við stöðuna í dag.

*Charlotte hefur ekkert við Tyson Chandler að gera. Ekki á meðan Nazr Mohammed býður upp á 20/20 leiki og sigurkörfur.