Þeir sem hafa horft eitthvað á amerískt sjónvarpsefni í vetur hafa væntanlega ekki misst af flottum bjórauglýsingum Dos Equis, sem fjalla um "Áhugaverðasta mann heims." Töff auglýsing að okkar mati. Þú getur séð hana hér fyrir neðan.
Nú er komin út ný auglýsing sem er skopstæling á Dos Equis auglýsingunni. Hér er á ferðinni spéfuglinn sjálfur Steve Nash og varan sem auglýst er heitir vítamínvatn. Eflaust óhollari en áðurnefndur bjór. Flott frammistaða hjá honum.