Friday, February 26, 2010
Pavels-Sprengingar
NBA Ísland var á vellinum þegar Pavel Ermolinskij spilaði sinn fyrsta leik með KR í Grindavík í byrjun febrúar.
Þá var strákurinn dálítið ryðgaður eins og gengur og gerist, en þó leyndi sér ekki að þarna fór sérstakur körfuboltamaður.
Við hugsuðum með okkur að þarna væri líklega á ferðinni besta svar Íslands við LeBron James.
Ekkert við leik Pavels síðan hefur dregið úr þeirri skoðun okkar. Hann verður betri með hverjum leiknum. Þrenna í síðasta leik og svo sóðaskapurinn sem hann bauð upp á í Hveragerði í kvöld.
Eða eru tölurnar 17 stig, 14 fráköst, 16 stoðsendingar, 5 stolnir boltar, 31 í +/- og 44 í framlag eitthvað annað en LeBron-ískar?
Þetta er rugl!
Er ekki hægt að húkka Pavel upp á stefnumót með Helenu Sverris?
LeMagic James Helenuson Ermolinskij?