Það lá í augum uppi að Cleveland var aldrei í vafa um að fá Zydrunas Ilgauskas aftur eftir Jamison skiptin. Liðið hefði aldrei tekið þá áhættu að þurfa að treysta alfarið á næstum fertugan Shaquille O´Neal í hverjum einasta leik.
Það kom líka á daginn í kvöld þegar hann meiddist á fingri eftir högg frá Glen Davis í stórsigri Cleveland á Boston. Cleveland á ekki eftir að sakna Shaq neitt sérstaklega. Verður að okkar mati sterkara varnarlega í fjarveru hans.
Boston var auðvitað án Paul Pierce í leiknum í kvöld og hann er liðinu það mikilvægur að leikurinn var ekki alveg marktækur. Boston var í svaka stuði í fyrri hálfleik, en drullaði upp á bak í þeim síðari. Skoraði fimm körfur utan af velli síðustu 17,5 mínúturnar. Það er ekkert spes.
Þetta var merkilegt nokk fyrsti sigur Cleveland í Boston í einhver þrjú ár. Liðið á helling inni. Ekki síst varnarlega. Helling.
Delonte West og Anderson Varejao eru líklega tveir af tíu vanmetnustu leikmönnum NBA deildarinnar. Ekki sami glans á þeim og LeBron, Shaq, Jamison og Mo Williams, en liðið færi sennilega ekki langt án þeirra.