Friday, February 19, 2010

LeBron og Melo spiluðu körfubolta


2003 árgangurinn í NBA þarf ekkert að skammast sín. Það er ekkert minna en frábært þegar þeir LeBron James, Carmelo Anthony og Dwyane Wade mætast á körfuboltavellinum.

Flott hjá þeim LeBron og Melo að nota deildarleik í febrúar til að fara í risavaxinn einn á einn í gærkvöldi þegar Cleveland tók á móti Denver.

Það sem gerir einvígi þessara tveggja leikmanna sérstakt er að þeir spila sömu stöðu. Og fara fyrir liðum sem eru á meðal þeirra allra bestu.

LeBron bauð upp á 43 stig, 13 fráköst, 15 stoðsendingar og 4 varin - sem er ekki aðeina fáránleg lína, heldur hefur hún aldrei sést í sögu NBA.

Melo toppaði hann samt með því að vinna leikinn fyrir ógnarsterkt lið Denver og lauma jú inn 40/7/6 leik í leiðinni. Þetta eru alvöru menn.

Sumir tuðuðu yfir því að leikurinn í gær hefði snúist upp í einvígi þeirra tveggja á milli og að þeir hefðu ansi oft misst sjónar af meðspilurum sínum. Og hvað með það? Það er febrúar og NBA deildin er fyrst og síðast skemmtiatriði. Það verða alveg nógu margir leiðinlegir slagsmálaleikir í úrslitakeppninni til að vega þetta upp.