Sunday, February 14, 2010

Al-Stjörnu-Sunnudags-Morgun-Hér


Loksins er eitthvað farið að gerast. Washington og Dallas að gera sjö manna leikmannaskipti.

Dallas að losa sig við mannskap sem var frekar til vandræða en gagns og fær tvo lykilmenn Wiz í staðinn.

Vonandi verða þeir Dallas til einhvers gagns. Það á samt eftir að koma í ljós.


Caron Butler hefur ekki verið 20% af sjálfum sér í vetur, en Haywood ágætur. Þetta ætti að styrkja Dallas en fyrir Washington vakir auðvitað ekkert annað en að moka út og byrja upp á nýtt.

Charley Rosen vegur og metur skiptin í þessum pistli.

Svo er verið að pískra um að Cleveland muni jafnvel landa Amare Stoudemire frá Phoenix fyrir Zydrunas Ilgauskas og JJ Hickson. Áhugavert, svo ekki sé meira sagt.

Æ, já. Nate Robinson vann troðkeppnina enn einu sinni. Vei. Talað um þetta sem eina lélegustu og óáhugaverðustu troðkeppni sem haldin hefur verið. Amk síðan árið 2002.

Paul Pierce sigraði í skotkeppninni eftir úrslitaeinvígi við Litla-Curry. Nash í brellukeppninni og Texas í 4x100 metra fjórsundi kvenna.

Og okkur gæti ekki verið meira sama.

Stjörnuleikurinn er í beinni klukkan eitt í nótt á Stöð 2 Sport.