Friday, January 15, 2010
Það verður ekki troðsla af endalínunni
Við áttuðum okkur á því þegar við vorum að skrifa áðan og rituðum orðin Gilbert Arenas á lyklaborðið, að líklega er þetta sígilda sakamál að verða þreyttar fréttir. Við lognuðumst nær út af í miðri setningu.
Nú er löggimann formlega búinn að ákæra en Arenas ku ætla að gangast við öllum sínum yfirsjónum og sleppur því væntanlega með skamm skamm.
Vá, það var gott að klára þetta frá. Skrítið að við skulum finna hjá okkur þessa þörf til að vera fréttastofa...
DeJuan Blair, nýliði San Antonio, nýtti sér fjarveru Tim Duncan skemmtilega í gær þegar hann bauð upp á 28/21 leik í naumum sigri á OKC.
Blair er mjög líklega "við vitum að hann er hrikalegur í teignum en þorum ekki að taka hann af því hnén á honum eru tæp og af því hann er ekki nógu hávaxinn til að spila kraftframherja, en nögum okkur svo í handabökin þegar hann fer að eiga 15 frákasta leiki á meðan "öruggi" eða "takmarkalaust efnilegi" nýliðinn sem við völdum er ekki hæfur til að sækja vatn og handklæði" nýliði þessa árs.
---------------
Flottir leikir á NBA TV næst.
Föstudagskvöld: Dallas-Oklahoma klukkan 01:30
Laugardagskvöld: Charlotte-Phoenix klukkan 00:00