Sunday, January 3, 2010
Sælar stelpur, Nenad hérna!
Stundum sjáum við eitthvað sem við getum ekki þagað yfir. Áttum svona augnablik í nótt þegar við skoðuðum tölfræðiskýrsluna úr leik Milwaukee og Liðinu sem einu sinni hét Seattle í kvöld. Sigur Bucks verður að teljast nokkuð góður en það er ekki aðalatriðið.
Það er Nenad frændi okkar Krstic, miðherji Oklahoma, sem stal senunni að okkar mati. Og ekki bara fyrir að heita nafni sem samanstendur af eintómum samhljóðum eða af því hann er að safna í Laugarásvídeó-style-kómóver.
Nenad náði nefnilega að skila.. uuu.... engu... í leiknum.
Skoðaðu línuna hans. Fjögur stig (úr fimm skotum) og fjórar villur á 22 mínútum. Punktur.
Er þetta hægt? Þessi gaur er byrjunarliðsmaður í sterkustu körfuboltadeild í heimi!
Æ, já, og bakvarðapar Oklahoma hirti ÁTJÁN fráköst samanlagt í leiknum (og annar þeirra spilaði sjö mínútum meira en Nenad)!
Krstic hefur EINU SINNI náð að hirða 10 fráköst í leik í allan vetur. Toppmaður. Vona samt að hann hafi verið að spila með 42 stiga hita og kúariðu í þessum leik. Svona hans vegna.