Tuesday, January 12, 2010
Michael Redd hefur lokið keppni með kunnuglegt meiddi
Mikið óskaplega þótti okkur dapurlegt að heyra að stórskyttan Michael Redd hjá Milwaukee sé úr leik í vetur.
Kappinn lenti illa á ónýtu hnénu sínu í leiknum í Staples Center í gær og eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningum, sleit hann MCL, ACL, AC/DC OG YMCA.
Þetta er skelfilegt fyrir Redd, sem hafði verið að skríða til baka eftir að slíta þetta sama drasl í hnénu á sér í fyrra, en hann náði sér aldrei góðum og var inn og út úr liðinu.
Þegar næsta leiktíð gengur í garð verður Redd því búinn að missa af 152 leikjum á fjórum árum.
Hann á eitt ár og skrilljarð eftir af samningnum sínum við Bucks og þó hann sé aðeins þrítugur, ætlum við að tefla djarft og segja að við höfum þegar séð það besta sem við eigum eftir að sjá af þessum örvhenta skotmanni.
Fyrir þau ykkar sem eruð ekki vel að ykkur í tæknimálinu í kring um hnémeiðsli, bendum við á skýringamyndina með hérna til hliðar.
Vonandi kemst þetta til skila þó það sé á latínu.
Og vonandi ert þú ekkert að átta þig á því að þessi texti sem þú ert að lesa núna er ekki annað en uppfyllingarefni til að láta textann flútta við þessar tvær myndir sem við ösnuðumst til að setja inn með færslunni.
Takk fyrir það.
Nei, svona í alvöru. Takk.