Saturday, January 2, 2010

Mamba er enn að slútta á flautunni


Kobe Bryant hefur spilað eins og hann sé andsetinn eftir að við hér á NBA Ísland sögðum að LeBron James hefði velt honum af stalli sem besti körfuboltamaður heims.

Flestir körfuboltamenn myndu líklega sætta sig ágætlega við það þegar þeir leggðu skó sína á hilluna að hafa þrisvar á ferlinum tryggt liði sínu sigur í leik með flautukörfu .

Kobe Bryant gerði það í þriðja skipti á einum mánuði í nótt gegn Sacramento Kings.

Rosalegur slúttari hann Kobe. Sjáðu myndband hér.

Við ætlum að láta okkur nægja að tala um hetjuskap Kobe Bryant í þessari stuttu færslu. Gætum bent á það að Lakersliðið hefur ekki spilað jafn illa síðan guðmávitahvenær*. En tölum um það næst þegar Lakers tapar og Kobe skorar ekki enn eina helvítis flautukörfuna.

* -Lesist upphátt á innsoginu