Tuesday, December 29, 2009

Z-bo er í ruglinu


Þetta er Zach Randolph.

Hann er með 28,2 stig og 18,2 fráköst að meðaltali í síðustu fimm leikjum sínum. Það gerir 141 stig og 91 frákasts samtals.

Síðasti leikmaður til að ná þessum tölum í fimm leikjum?

Shaquille O´Neal í febrúar á nýliðaárinu sínu 1993.

Og við minnum á að Zach Randolph var ekki á kjörseðli fyrir stjörnuleikinn. Á líklega aldrei eftir að spila stjörnuleik.

Svona kannski eins og Deron Williams...

Kannski hafa fáir veitt því athygli, en Z-bo er ekki aðeins að skila frábærum tölum í vetur (20 stig, 11+ frák), heldur er Memphis liðið allt í einu farið að vinna leiki!

Memphis er 8-4 í desember þar sem það hefur m.a. unnið góða sigra á Cleveland, Denver og Dallas.

Randolph gæti átt góðan þátt í því.