Tuesday, December 29, 2009

Vill hið raunverulega Lakers-lið gjöra svo vel að standa upp



























Sem betur fer er bara komið fram í desember á keppnistímabilinu. Af hverju? Af því ef við værum stödd í maímánuði, værum við líklega að horfa upp á LA Lakers detta út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Kobe er lemstraður og er farinn að verða hættulega Mamba skotglaður.
Pau Gasol er búinn að spila eins og vængbrotinn dílaskarfur síðan við ösnuðumst til að hrósa honum um daginn.
Ron Ron er með meiddi (helvíti líklegt að hann hafi dottið niður stiga heima hjá sér) á líkama og sál.
Lamar Odom er... Lamar Odom.
Andrew Bynum heldur áfram að valda vonbrigðum. Náði síðast tvennu (stig,frák) þann 17. nóvember!
Og guðminnalmáttugur* hvað varamannabekkurinn er lélegur!

Þú heldur kannski að okkur sé í nöp við Lakers eftir þessa gusu. Svo er alls ekki. Það er bara lygilegt hvað Lakers-liðið getur sveiflast milli þess að vera drasl og besta lið í heimi á örfáum dögum!

* Lesist á innsoginu