Thursday, December 10, 2009

Opnustúlkur Forbes 2009 - LA Lakers

























Við erum með glaðning hérna fyrir þau ykkar sem sem enn hafið gaman af tölfræði Mammons. Skollarnir hjá Forbes hafa búið til nokkur excel skjöl um peningaflæðið í deildinni fögru.

Menn hafa vitanlega slegið aðeins af í peningasukkinu í NBA eins og annars staðar. Það ber hæst í skýrslu Forbes að New York Knicks er ekki lengur verðmætasta félagið í deildinni og eitthvað af klúbbum eru reknir með ansi hressilegu tapi.

Það væri kannski hægt að tuða um þessi peningamál í heila viku, en við höfum miklu meira gaman af körfuboltatölfræði en excelskjölum hirðsveina Mammons.

Smelltu annars hér til að skoða töflu sem sýnir peningatölfræði félaganna í NBA. Tölur eru í milljónum dollara.

Samkvæmt nýjasta skáldskap Seðlabanka Íslands færðu eitthvað í kring um þrjá milljarða króna fyrir dollarann og því sjáið þið að við hefðum ekki pláss til að snara töflunni yfir á íslensku - jafnvel þó við hefðum svo mikið sem snefil af áhuga á þess háttar handavinnu.