Wednesday, December 9, 2009

Fjórðungsuppgjör





Það er árshátíð hjá Álnabæ í kvöld, fagnaður sem beðið er með mikilli eftirvæntingu á hverju ári hérna á ritstjórninni. Fólkið verður að skríða í hús um miðja nótt og fer þá allt að horfa á Lakers-Jazz. Verður tæplega í ástandi til að skrifa nokkuð af viti.

Það er kannski þess vegna sem við nennum ekki ætlum að láta gömlum kunningja okkar Sean Deveney á Sporting News það eftir að gefa ykkur lesendum smá súmmeringu á fyrsta fjórðung leiktíðarinnar.

Þetta er stutt og hnitmiðuð lesning sem gefur ágæta yfirsýn á gang mála í fyrstu 20 leikjunum í vetur.Við gerum ráð fyrir því í hroka okkar að flestir séu þokkalega læsir á enska tungu.

Samantekt Deveney lítur svona út:

Öskubuska Austurdeildar: Atlanta Hawks
Vonbrigði Austurdeildar: Washington Wizards
Öskubuska Vesturdeildar: Phoenix
Vonbrigði Vesturdeildar: New Orleans
Verðmætasti leikmaðurinn: Kobe Bryant, LA Lakers
Besti nýliðinn: Brandon Jennings, Milwaukee
Bestu kaupin: Vince Carter, Orlando
Verstu kaupin: Richard Jefferson, San Antonio
Þrír jákvæðir punktar: Toppbaráttan í Austurdeildinni,  Seiglan í Houston og uppgangur í Oklahoma
Þrír neikvæðir punktar: New Jersey í duftinu, Meiðslin hjá Portland og vandræðagangurinn í Golden State.