Saturday, December 5, 2009
Leikhlé með Richard Jefferson
NBA Ísland hefur greiðan aðgang að stórstjörnunum í NBA deildinni.
Annað slagið setjumst við niður með völdum leikmönnum og spyrjum þá spjörunum úr um allt mögulegt - tengt og ótengt körfubolta.
Að þessu sinni er það framherjinn Richard Jefferson hjá San Antonio Spurs sem situr fyrir svörum hjá okkur.
NBA Ísland: Hvernig er nú að vera orðinn partur af sigursælu stórliði eins og San Antonio Spurs?
Jefferson: Það er frábært. Þetta er mjög sterkt lið með góða þjálfara og leikmenn. Ég geri mitt besta til að passa inn í hlutina hérna. Það mun taka tíma en ég er bjartsýnn.
NBA Ísland: Nú hefur liðið ekki byrjað sérstaklega vel. Menn töluðu um að með þig innanborðs væri San Antonio aftur komið á toppinn í Vesturdeildinni, en svo er ekki að sjá á fyrsta fjórðungi leiktíðar.
Jefferson: Það er rétt að liðið hefur ekki byrjað vel, en þar hafa meiðsli vissulega sett strik í reikninginn. Við eigum enn eftir að fá alla menn heila og þá fyrst förum við að slípast saman sem lið. Við höfum séð þetta allt áður og höfum engar áhyggjur. Við förum ekki að smella sem lið fyrr en eftir 60-70 leiki og við sjáum svo til í úrslitakeppni úr hverju þetta lið er gert.
NBA Ísland: Nú hefur verið uppi þrálátur orðrómur um það í mörg ár að þú sért samkynhneigður...
Jefferson: Hvað segirðu!?!
NBA Ísland: Nei, bara... þú veist... alltaf með bókina hans John Amaechi með þér á klósettinu og svona...
Jefferson: Bíddu, hvert ert þú að fara með þessu???
NBA Ísland: Hefur Joumana Kidd ekki haft horn í síðu þinni allar götur síðan þú stakkst undan henni þarna í New Jersey forðum?
Jefferson: Þessu viðtali er lokið! Hvaða vitleysa er þetta eiginlega???
NBA Ísland: Ekkert verið að hlusta á R Kelly og syngja með í sturtu og svona....? Já, nei nei. En annars bara fínt að búa í Texas og svona?
Jefferson: ......