Það getur meira en verið að við höfum lofað að ýta ekki undir fjaðrafokið í kring um endurkomu Allen Iverson til Philadelphia í nótt. Við stóðumst hinsvegar ekki mátið.
Það var gaman að sjá votta fyrir smá ástríðu í litla stríðsmanninum okkar aftur. Hún lifði í þrjá leikhluta, eða þangað til Denver ákvað að klára leikinn. Philadelphia tapaði þarna sínum tíunda leik í röð.
Við ætlum ekkert að ræða Elton John-Brand og ástandið á honum. Segjum bara að Sixers-liðið sé á tíðum skemmtilegt en ekki alveg eins lélegt og árangurinn ber með sér. Hreint ekki eins lélegt.
Denver, verður að viðurkennast, er hinsvegar bara hörkulið. "Hættulegt" er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann. Hættulegt, svona amk fram á vorið