Wednesday, April 19, 2017

Niðurstöður úr Vegasvarpinu 2016 (yfir/undir)


Í nýjasta þætti Hlaðvarps NBA Ísland fara þeir Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason yfir það hversu getspakir þeir voru á gengi liðanna í NBA í deildarkeppninni sem er nýafstaðin.

Hér er um að ræða hitt árlega yfir/undir-hlaðvarp, þar sem þeir félagar tóku mið af spám veðbanka í Las Vegas yfir sigrafjölda allra liðanna í NBA og giskuðu á það hvort sigrar liðanna yrðu fleiri eða færri en Vegas spáði. Þetta var tekið ítarlega fyrir í þáttum 68 og 69 í haust.

Skemmst er frá því að segja að keppnin var æsispennandi þetta árið, en hún er auðvitað fyrst og fremst ástæða til að gera deildarkeppnina upp og skoða hvaða lið voru að standa sig og hver ekki.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á t.d. símann ykkar eða mp3 spilarann. Ekki er ólíklegt að þessi nýjasti þáttur hlaðvarpsins verði sá síðasti með því sniði og tíðkast hefur til þessa, en það kemur væntanlega betur í ljós í næstu þáttum.

77. þáttur hlaðvarpsins er í boði ritstjórnar NBA Ísland og er því ókeypis, en ef þig langar að auglýsa hjá okkur, er þér velkomið að senda okkur línu á nbaisland@gmail.com og kanna málið. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Tuesday, April 4, 2017