Nú er búið að hengja treyjuna hans Tim Duncan upp í rjáfur í San Antonio eins og þið tókuð eftir. Það var sannarlega ekki verið að drolla við þetta. Ætli forráðamenn Spurs séu ekki hræddir um að hann eigi eftir að hverfa inn í Amazon frumskóginn einn daginn og koma aldrei aftur, eða eitthvað slíkt. Hvað vitum við svo sem um þessa hávöxnu ráðgátu af manni.
Okkur þótti vænt um að horfa á seremóníuna, sem var stutt og hnitmiðuð á miðað við tilefnið, en þið vissuð að það yrðu ekki teknir neinir sjö tímar í að keyra Tim Duncan út. Alveg eins og þegar Duncan tilkynnti að hann væri hættur á sínum tíma, fengum við eitthvað nostalgíukast og hugsuðum að við yrðum nú að skrifa eitthvað um þetta.
Vorum næstum því búin að gleyma því að við vorum búin að gera það, nokkuð ítarlega meira að segja. Þau ykkar sem nenntuð ekki að lesa það, getið þá kannski gert það núna, ef þið eigið eftir að sakna Duncan eins og við.
Við eigum ekki eftir að sakna þess að horfa á Duncan spila, þannig séð, við erum búin að gera meira af því en flestir á síðustu tveimur áratugum. Við eigum bara eftir að sakna hans af því hann var á sinn hljóðláta hátt ein af undirstöðunum í NBA deildinni, hvort sem hann fór í taugarnar á þér eða þú elskaðir hann.
Það er óþarfi að skrifa annan hlemm um Duncan eins og við gerðum í sumar, en okkur langar bara að vekja athygli á nokkrum atriðum.
Þau ykkar sem horfðuð á athöfnina þegar treyjan hans Duncan fór upp í rjáfur (hún er aðgengileg víða á youtube), hafið eflaust veitt því athygli hvað þeir Tony Parker, Manu Ginobili og Gregg Popovich töluðu lítið um leikmanninn Tim Duncan í ræðunum sínum. Það vita allir að Duncan var góður leikmaður og því var óþarfi að tala um það við þetta tækifæri - Duncan hefði líka ekki nennt að hlusta á það.
Nei, það eina sem komst að hjá höfðingjunum sem tóku til máls til að heiðra liðsfélaga sinn til 15-20 ára var hvað hann væri góður liðsfélagi og góð manneskja.
Þeir færðu líka rök fyrir máli sínu. Minntust á hvernig hann peppaði þá upp þegar illa gekk, hvað hann var mikill leiðtogi, hvað hann gaf gott fordæmi og hvað hann var alltaf tilbúinn að eyða tíma í að gera félaga sína betri (eins og að taka aukaæfingar til að reyna að gera körfuboltamann úr Boban á lokaárinu sínu).
Það var ekki ónýtt fyrir börnin hans Duncan að fá að heyra allt þetta hrós um gamla manninn á þessu sviði. Það er ekki víst að það gerist nema einu sinni enn.
Þetta er allt voðalega boring, við vitum það, svona leiðindi þykja ekki sexí í dag. En þetta segir okkur hvernig manneskja er horfinn af NBA sviðinu - þið vitið hvernig leikmaður er horfinn af sviðinu. Við vorum búin að segja ykkur það.
Eitt í viðbót langaði ykkur að minnast á, sem við tókum ekki í fram í greininni í sumar. Það var að skjóta niður vitleysu sem við höfum heyrt nokkrum sinnum og vekja athygli á öðru atriði í framhaldinu.
Stundum er talað um að Spurs-liðið hans Tim Duncan hafi ef til vill haft heppnina með sér þegar kom að styrkleika mótherja þeirra úr austrinu í lokaúrslitunum. Þetta er rétt, en sömu sögu er að segja af t.d. aldamótaliði LA Lakers.
Það sem fólk gleymir hinsvegar, er að taka með í reikninginn leiðina sem San Antonio (og Lakers) þurfti að ryðja sér í gegn um Vesturdeildina á árunum hans Duncan í deildinni. Vesturdeildin í ár og í fyrra er bókstaflega slök á miðað við hvað hún var búin að vera frábær samfleytt í tvo áratugi þar á undan. Og Vesturdeildin var í einu orði sagt hrikaleg á árunum 1999 til 2014.
Þið kannist kannski við þessi ártöl sem við nefndum hér að ofan, en þau marka fyrsta og síðasta meistaratitil San Antonio í NBA deildinni - titlana sem liðið vann með Duncan sem sverð sitt og skjöld. Takið okkur á orðinu með þetta, við horfðum á þetta allt saman gerast.
Svo getið þið sett þetta í samhengi við leiðina sem Miami og Cleveland (sem eiga eitthvað sameiginlegt, ef vel er að gáð) hafa farið í lokaúrslitin undanfarin ár. Ekki taka þessu sem LeBron-drulli, þið vitið að hann er okkar piltur, við erum aðeins að benda á það að leiðin á toppin er miserfið í þessu (og kannski er LeBron James ekki að fá nóg kredit fyrir klókindi sín hvað það varðar að gæta þess að halda sig í Austurdeildinni).
San Antonio fór í gegn um tvær (og stundum þrjár) umferðir af hrikalegheitum áður en það komst í lokaúrslitin og mætti þá stundum mótherja sem var ekki á pari ( eða strangt til tekið rusl, eins og Knicks 1999, Nets 2003 og Cleveland 2007).
Akkúrat öfugt hafa Miami - og sérstaklega Cleveland - átt afar þægilega leið í lokaúrslitin undanfarin ár, en hafa samt átt skilið að vinna titlana sína af því þau þurftu að vinna verðuga andstæðinga úr vestrinu til þess.
En haldið þið að LeBron James hefði farið í lokaúrslit sex ár í röð ef hann hefði þurft að fara í gegn um (og þetta er bara gróf upptalning):
Úrslitalið Utah ´97-98, þrennulið Lakers með Shaq og Kobe ´00-´02 og t.d. útgáfurnar af Portland og Sacramento sem það þurfti að kljást við, Dallas 2006-07 eða Dallas 2011 (LeBron kannast aðeins við seinni útgáfuna), "7 sekúndur eða minna" útgáfurnar af Phoenix-liði þeirra Mike D´Antoni, Nash og Stoudemire, meistaralið Lakers ´09-´10 með Kobe, Pau og Phil Jackson, 2010-16 útgáfuna af Oklahoma þeirra Russ og KD, 2015 eða 2017 útgáfuna af Golden State Warriors - nú, eða einhverja af þremur eða fjórum útgáfum af meistaraliðum Tim Duncan á árunum 1999 - 2014? *
Okkur langaði bara að minnast á þetta. Það breytir víst engu um það að Tim Duncan er hættur og eftir nokkra mánuði hætta Pierce og Dirk og þá verða engir leikmenn eftir í deildinni sem komu inn í hana á hinni öldinni lengur. Og þá förum við í einhvers konar þunglyndis- og nostalgíukast.
En haldið þið að LeBron James hefði farið í lokaúrslit sex ár í röð ef hann hefði þurft að fara í gegn um (og þetta er bara gróf upptalning):
Úrslitalið Utah ´97-98, þrennulið Lakers með Shaq og Kobe ´00-´02 og t.d. útgáfurnar af Portland og Sacramento sem það þurfti að kljást við, Dallas 2006-07 eða Dallas 2011 (LeBron kannast aðeins við seinni útgáfuna), "7 sekúndur eða minna" útgáfurnar af Phoenix-liði þeirra Mike D´Antoni, Nash og Stoudemire, meistaralið Lakers ´09-´10 með Kobe, Pau og Phil Jackson, 2010-16 útgáfuna af Oklahoma þeirra Russ og KD, 2015 eða 2017 útgáfuna af Golden State Warriors - nú, eða einhverja af þremur eða fjórum útgáfum af meistaraliðum Tim Duncan á árunum 1999 - 2014? *
Okkur langaði bara að minnast á þetta. Það breytir víst engu um það að Tim Duncan er hættur og eftir nokkra mánuði hætta Pierce og Dirk og þá verða engir leikmenn eftir í deildinni sem komu inn í hana á hinni öldinni lengur. Og þá förum við í einhvers konar þunglyndis- og nostalgíukast.
Þangað til, ætlum við að njóta þess sem NBA deildin hefur upp á að bjóða í dag, því það er nefnilega alls ekkert slor, þó við séum stundum haldin fortíðarþrá.
Við skulum halda áfram að elska og njóta NBA deildarinnar, krakkar.
Tim Duncan myndi vilja að við gerðum það.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
* - LeBron mætti þremur útgáfum af Spurs í úrslitakeppni á ferlinum og öllum þeirra vitanlega í lokaúrslitum. Hann lagði Spurs sem leikmaður Miami árið 2013 eftir oddaleik í einhverri mögnuðustu úrslitaseríu í sögu NBA deildarinnar, þar sem auðvelt er að færa rök fyrir því að Spurs hafi klúðrað seríu sem það var komið með í pokann (aðeins "mest klöts skot allra tíma" kom í veg fyrir að titillinn færi til Texas það árið).
Hin tvö skiptin sem LeBron James mætti Spurs í lokaúrslitum reyndust ekki jafn skemmtileg fyrir hann, því þar eru á ferðinni tvær af ójöfnustu lokaúrslitaseríum síðasta aldarfjórðungs, þó gjörólíkar væru.
James bar ósköp ómerkilegt Cleveland-lið bókstaflega á herðum sér í lokaúrslitin gegn San Antonio árið 2007, en þó snilli James sem leikmanns hefði verið nóg til að koma Cleveland í gegn um austrið þá (reyndar alveg eins og núna, þó Cleveland sé auðvitað tíu sinnum sterkara í dag), lenti hann á vegg þegar kom að viðureigninni við San Antonio, sem var með alla sína lykilmenn á besta aldri og hokna af reynslu.
Flest ykkar muna svo eftir síðustu viðureign LeBron James við San Antonio. Þar fékk aumingja James eflaust flassbakk aftur til ársins 2007 þegar Spurs-liðið 2014 hrökk í gírinn og slátraði Miami-liði James með einhverri skuggalegustu spilamennsku sem sést hefur í lokaúrslitum.
Sagan hefur leitt í ljós að bæði James og liðsfélagar hans hjá Miami voru einfaldlega búnir á því í þessari úrslitaseríu, ekki ósvipað og Golden State-menn voru búnir á því í Cleveland-seríunni í júní á þessu ári. Svona getur þetta verið. Það er ekkert grín að spila út júní ár eftir ár. Spyrjið bara LeBron James - hann þekkir báðar hliðar málsins.
Og loks nokkrar myndir:
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
* - LeBron mætti þremur útgáfum af Spurs í úrslitakeppni á ferlinum og öllum þeirra vitanlega í lokaúrslitum. Hann lagði Spurs sem leikmaður Miami árið 2013 eftir oddaleik í einhverri mögnuðustu úrslitaseríu í sögu NBA deildarinnar, þar sem auðvelt er að færa rök fyrir því að Spurs hafi klúðrað seríu sem það var komið með í pokann (aðeins "mest klöts skot allra tíma" kom í veg fyrir að titillinn færi til Texas það árið).
Hin tvö skiptin sem LeBron James mætti Spurs í lokaúrslitum reyndust ekki jafn skemmtileg fyrir hann, því þar eru á ferðinni tvær af ójöfnustu lokaúrslitaseríum síðasta aldarfjórðungs, þó gjörólíkar væru.
James bar ósköp ómerkilegt Cleveland-lið bókstaflega á herðum sér í lokaúrslitin gegn San Antonio árið 2007, en þó snilli James sem leikmanns hefði verið nóg til að koma Cleveland í gegn um austrið þá (reyndar alveg eins og núna, þó Cleveland sé auðvitað tíu sinnum sterkara í dag), lenti hann á vegg þegar kom að viðureigninni við San Antonio, sem var með alla sína lykilmenn á besta aldri og hokna af reynslu.
Flest ykkar muna svo eftir síðustu viðureign LeBron James við San Antonio. Þar fékk aumingja James eflaust flassbakk aftur til ársins 2007 þegar Spurs-liðið 2014 hrökk í gírinn og slátraði Miami-liði James með einhverri skuggalegustu spilamennsku sem sést hefur í lokaúrslitum.
Sagan hefur leitt í ljós að bæði James og liðsfélagar hans hjá Miami voru einfaldlega búnir á því í þessari úrslitaseríu, ekki ósvipað og Golden State-menn voru búnir á því í Cleveland-seríunni í júní á þessu ári. Svona getur þetta verið. Það er ekkert grín að spila út júní ár eftir ár. Spyrjið bara LeBron James - hann þekkir báðar hliðar málsins.
Og loks nokkrar myndir: