Wednesday, July 27, 2016

Nýtt hlaðvarp


Nýjasti þáttur hlaðvarpsins okkar er helgaður félagaskiptamarkaðnum í NBA, sem hefur verið einn sá fjörlegasti sem sést hefur. Þar ber hæst ákvörðun Kevin Durant að yfirgefa Oklahoma og flytja til Oakland þar sem hann kemur til með að mynda eitt óárennilegasta körfuboltalið sögunnar.

En það var ekki bara Durant sem skipti um heimilisfang. Flest liðin í deildinni bæði losuðu sig við og fengu til sýn nýja leikmenn og þeir Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason renna yfir það sem helst vakti athygli þeirra á markaðnum í sumar. 

Í þessum tæplega tveggja tíma langa maraþonþætti færðu m.a. að heyra hvað þeim félögum finnst um umsvif liða eins og New York og Chicago á leikmannamörkuðum í sumar, en þar fara aðeins tvö dæmi um klúbba sem gerðu róttækar breytingar hjá sér fyrir átökin næsta vetur.

Þið getið hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Athugasemdir og aðfinnslur sendast á: nbaisland@gmail.com