Monday, July 6, 2015
Hlaðvarp NBA Ísland: 44. þáttur
Hlaðvarp NBA Ísland heldur áfram að fylgjast með gangi mála á leikmannamarkaðnum í NBA, sem hefur aldrei verið fjörugri en það sem af er þessum mánuði (sem dæmi má nefna að tvær fréttir af leikmannamarkaðnum duttu inn á meðan verið var að taka þetta hlaðvarp upp). Þeir Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason kíkja yfir stöðu mála á mörkuðunum í NBA, en enda svo umræðurnar úti í mýri eins og venjulega.
Þið getið hlustað á góðgætið í spilaranum hérna fyrir neðan eða inni á Hlaðvarpssíðunni og þátturinn ætti að vera í boði hvort sem er með niðurhali eða beinni hlustun. Ef þið lendið í vandræðum með þetta, er ykkur bent á að hafa samband við tæknideild í síma nbaisland@gmail.com.
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið