Monday, February 16, 2015

Stjörnuhelgin í NBA - (Risavaxið) myndasafn


Zach LaVine hjá Minnesota vann troðkeppnina, Stephen Curry hjá Golden State vann skotkeppnina og Vesturdeildarliðið lagði Austurliðið 163-158 þar sem Russell Westbrook skoraði 41 stig og var maður leiksins. Svo fóru líka fram brellukeppni og liðakeppni með guggum og gamalmennum. Þetta eru hápunktar helgarinnar, en hér fyrir neðan geturðu endurupplifað skemmtilegustu augnablikin með hjálp ljósmyndaranna - og meira að segja kynnt þér nýjustu fatatískuna með hjálp LeBron James og auðvitað Russell Westbrook, sem var óumdeildur sem verðmætasta fórnarlamb tískunnar um helgina.