Wednesday, November 26, 2014

NBA deildin í Excel(.is)


Vinir okkar á excel.is eru alveg jafn hrifnir af körfubolta og við. Þeir hafa líka gaman að tölfræði, en á meðan skilningur okkar á tölfræði jafngildir þekkingu átta ára barna, eru fagmennirnir á excel.is vísindamenn þegar kemur að þessari dásamlegu hliðargrein körfuboltans.

Forsvarsmenn excel.is eru ekki aðeins fagmenn, heldur eru þeir til í að deila þekkingu sinni með okkur hinum, leikmönnunum. Að þessu sinni tóku þeir sig til og vippuðu öllum leikmönnum í NBA deildinni og allri þeirra tölfræði inn í excel, svo þú getir nú leikið þér að reikna út nánast hvað sem þér dettur í hug að biðja forritið um að finna. Apparatið uppfærir sig svo sjálft.

Við gætum haldið áfram að dásama þessa uppfinningu, en þá færum við mjög fljótlega að fabúlera um eitthvað sem við höfum minna en ekkert vit á. Það er miklu betra að leyfa sérfræðingunum sjálfum að útskýra hvernig þetta virkar.