Monday, February 24, 2014

300 hjá Spoelstra


Erik Spoelstra, þjálfari Miami varð í nótt sjötti þjálfarinn í sögu NBA til að vinna 300. leikinn sinn áður en hann tapaði þeim 150. Eins og þið sjáið á töflunni fyrir neðan er hann því kominn í mjög töff hóp með m.a. guðföður sínum Pat Riley og Phil Jackson.

Spoelstra er á sínu sjötta ári með Miami og er óðum að sanna að kannski sé hann bara ágætis þjálfari eftir allt saman, þó hann hafi ekki getað neitt í körfubolta og byrjað þjálfaraferilinn í vídeóspólunum.

Sigur Miami á Chicago í nótt þýðir að liðið er komið með 39 sigra og fjórtán töp. Þetta er fjórða árið í röð sem Miami er 39-14 á einhverjum tímapunkti í febrúar, sem er dálítið skondið.