Wednesday, January 8, 2014

Meira af Dennis diplómat


Það er bara til eitt eintak af Dennis Rodman í heiminum. Kannski er það miður. Frákastakóngurinn heldur áfram að gefa vesturveldunum langt PR-nef með því að hanga með félögum sínum í Norður-Kóreu. Gríðarlega trendí.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hann bæði syngja afmælissönginn og komast við. Gaman að sjá að fyrrum Knicks-framherjinn Charles Smith ("Smith, stopped, Smith, stopped again!") var með í för.



Við ætlum ekki að greina þessa hluti á pólitískan hátt, af því stjórnmál eru okkur álíka ofarlega í huga og tilhugalíf sækembunnar á Galapagos-eyjum. Það er til fólk, svo eru til geimverur og svo Dennis Rodman.