Monday, November 4, 2013

Gleði



Við ætlum að leyfa liðunum í NBA að spila meira en þrjá leiki áður en við förum að draga ályktanir eins og að Philadelphia sé að fara í úrslitakeppnina.

Það sem einkennir fyrstu daga tímabilsins í okkar bókum er gleðin - gleðin yfir að endurheimta menn eins og Derrick Rose, Russell Westbrook og Kevin Love af meiðslalilstanum. Þetta eru allt snillingar.

Við vorum sannarlega ekki búin að gleyma því hvað Derrick Rose er góður leikmaður, en eitt leiðir að öðru þarna í Chicago og nú er það heilsa Joakim Noah sem er áhyggjuefni.

Það sem við vorum hinsvegar næstum búin að gleyma, er hvað Minnesota getur verið hrikalega skemmtilegt og sterkt lið þegar það fær meira en helming leikmanna sinna af meiðslalistanum - sem gerist reyndar ekki oft.

Vonandi verður það ekki til þess að við förum að jinxa þá neitt, en nú er aftur orðið dásamlegt að sitjá Úlfavaktina þegar þeir Ástþór, Pekovic og Rubio fá loksins að spila saman. Það er orðið langt síðan síðast.

Ástþór spilar eins og hann eigi lífið að leysa og skilar hverjum 30/15 leiknum á fætur öðrum.

Það er missir í Andrei Kirilenko, en menn eins og Ronnie Brewer og Kevin Martin eru að gera fína hluti þarna og eiga eftir að styrkja þetta lið.

Bara ef Rubio gæti nú komið körfuboltanum annað slagið ofan í körfuna, það myndi opna alveg nýja vídd í sóknarleik liðsins. Enn sem komið er getur hann ekki svo mikið sem skotið skökku við.

Ef vörnin og heilsan verður í lagi hjá Úlfunum í vetur, er full ástæða til að ætla þeim sæti í úrslitakeppninni. Það er hægara sagt en gert að komast í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en það gerir þetta bara enn skemmtilegra - það fara sko engin skítalið í vormótið í vestrinu.