Wednesday, October 9, 2013

Skuðaskjóðurnar í Staples-höllinni


Stuðningsmenn Los Angeles Lakers eru misjafnir eins og þeir eru margir. Kvikmyndastjörnur og frægt fólk úr tónlistar- og skemmtanageiranum eru fastagestir í Staples-höllinni. Nú reynum við að forðast að tala illa um náungann, en það er erfitt að þegja þegar ákveðin tegund Lakers-manna er annars vegar. Þetta eru skuðaskjóðurnar (ísl. douchebags).

Sjáið til dæmis þennan hérna.



Fyrirgefðu bleiknefji, en þú ert sem sagt í alvöru að bjóða upp á keppnistreyju, byssur og risavaxið gullúr. Það er bara eitthvað svo rangt við þetta, en skuðaskjóðu þessari er alveg sama.
Lakers-skjóðurnar eru líklega þær öflugustu í deildinni.

Hver man ekki eftir þessum stórmeisturum og snillingum hérna fyrir neðan (sem kórónuðu þetta með því að vera báðir í Dwight Howard-treyjum, úff). Svona taktar eru á fárra færi.