Þetta er Rudy Gobert, nýliði Utah Jazz. Stefnan hjá félaginu var að drafta hann og koma honum svo í fóstur einhvers staðar á meðan hann væri að læra körfubolta. Hann er hinsvegar búinn að vera svo góður nemandi að vera má að hann fái einhverjar mínútur í NBA deildinni í vetur.
Það sem er sérstakt við Gobert er vænghafið, sem ku vera það mesta í sögu nýliðavalsins. Frakkinn ungi er 218 sentimetrar á hæð og getur teygt sig upp í 292 sentimetra. Það þýðir að hann vantar svona mikið upp á að snerta hringinn ef hann stendur undir körfunni:
Stökkkrafti og sentimetrum er gróflega misskipt í samfélagi manna.