Monday, September 30, 2013
Snareðlurnar eru tvítugar í dag
Í dag eru tuttugu ár síðan Toronto fékk grænt ljós á að stofna félag í NBA deildinni. Eins og flestir muna voru Kanadaliðin tvö á þessum tíma, Toronto Raptors og Vancouver Grizzlies.
Toronto spilaði sinn fyrsta leik í NBA deildinni haustið 1995. Isiah Thomas var fyrsti framkvæmdastjóri Raptors og Damon Stoudamire var fyrsti nýliðinn í sögu félagsins.
Það kæmi okkur ekki á óvart þó einhverjir dæsi yfir því að séu tveir áratugir síðan Toronto eignaðist aftur NBA-lið. Þetta virkar eitthvað svo stutt síðan, en þó ekki.
Hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir frá sokkabandsárum Snareðlanna í NBA, þið þekkið eflaust flesta þessa kappa: