Sunday, August 4, 2013

Yao Ming hefur ekki minnkað


Ekki höfum við hugmynd um hvað kínverski risinn og gæðablóðið Yao Ming var að dandalast með Kanadamanninum Patrick Chan, en svo skemmtilega vill til að það náðist mynd af þeim félögum. Chan er 171 sentimetri á hæð og er margfaldur heimsmeistari í listdansi á skautum. Okkur sýnist Yao vera aðeins hærri.