Saturday, August 3, 2013

Yao fílaði sig vel í Afríku


Yao Ming berst gegn veiðiþjófum. Þetta kunnum við að meta. Þessar skemmtilegu myndir voru
teknar í ferð hans til Suður-Afríku og Kenýa í fyrra. Sá stóri er að henda einhverjum peningum
í málefnið og það er meira en líklegt að hann sé þegar búinn að gera meira gagn í þessu en hann
gerði nokkru sinni á körfuboltavellinum. Það segjum við með fullri virðingu fyrir spilamennsku
hans með Houston Rockets á sínum tíma.