Friday, August 2, 2013
35 kúlur á leik
Ef marka má slúðrið, eru mörg félög í NBA deildinni að reyna að tryggja sér þjónustu miðherjans Greg Oden í vetur. Það segir sína sögu um stöðu stóra mannsins í dag.
Portland valdi Oden númer eitt í nýliðavalinu árið 2008 og stuðningsmenn Blazers æla örugglega enn dálítið í munninn í hvert skipti sem Kevin Durant (valinn nr. 2) skorar 30 stig. Aumingja Oden hefur ekki náð að spila nema 82 leiki á þessum fimm árum og ekki einn einasta leik síðan á leiktíðinni 2009-10.
Það er ekki honum að kenna greyinu, en hann er lauslega reiknað búinn að þéna um 35 milljónir króna fyrir hvern leik sem hann hefur spilað í NBA deildinni.
Við föttum enn ekki hvernig Portland datt í hug að nota valrétt sinn á mann sem leit út fyrir að vera á sextugsaldri og labbaði haltur, þegar nokkuð öruggt stigaundur eins og Kevin Durant var á lausu.
Í dag er Oden haltari en nokkru sinni þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall.
Samt er hann eftirsóttur. Enn.
Svona er körfuboltinn stundum fáránlegur.
Efnisflokkar:
Dauði miðherjans
,
Félagaskiptaglugginn
,
Greg Oden
,
Launamál
,
Meiðsli