Thursday, July 11, 2013

Odom gerir allt fyrir bolinn

Slúðurfréttavefurinn TMZ greinir frá því í dag að Lamar Odom hafi reiðst eitthvað út í papparassana sem elta hann á röndum alla daga. Sagan segir að framherjinn samningslausi hafi kastað eigum ljósmyndaranna út um allt og gert sig líklegan til dólgsláta með barefli.

Seinni og væntanlega meira óspennandi hluti þessara viðskipta var festur á filmu eins og þið sjáið hérna fyrir neðan, en það voru ekki deilurnar við papparassana sem vakti forvitni okkar.

Það sem vakti athygli okkar í myndbrotinu var óheyrileg fagmennskan hjá Odom þegar stúlka nokkur vippar sér að honum þegar hann er í miðju atinu og biður um að fá að smella af einni mynd. Ekki málið að græja það, svona rétt á meðan hann rantar á papparassana.

Odom er löngu orðinn hundleiður á að spila körfubolta og hefur ekki nennt að vera í formi í tvö ár, en þetta atvik (myndatakan, ekki reiðiskastið) þykir okkur bera vott um góðvild og algjöra fagmennsku.