Friday, June 14, 2013

Tískuhornið: LeBron James í leik fjögur

Fötin skapa manninn segja þeir. Kannski er eitthvað til í því. LeBron James hristi aðeins upp í tískumógúlum í gær og mætti hrikalegur í kamó í fjórða leikinn í San Antonio. Nú er meira en líklegt að það hafi verið tískuráðunautur hans sem klæddi hann í þennan galla, en hann er samt skömminni skárri en viðbjóðurinn sem Dwyane Wade er búinn að vera að bjóða upp á að undanförnu.

Fötin hans Wade hafa verið svo slæm að það eru góðar líkur á að sé bein tenging milli larfanna utan á honum og lélegrar spilamennsku hans. Það er alltaf svo skrítið að sjá milljarðamæringa klæða sig eins og vitleysinga. Wade hefur oftar en einu sinni klætt sig eins og hann hafi vaknað allsber á lóðinni hjá Hrafni Gunnlaugssyni eftir gott partý og hlaupið upp í Verðlista á Laugalæknum til að klæða sig.

Það er rokk í þessum galla hans LeBron James. Meira af þessu. Þeir halda þá kannski áfram að spila eins og menn.