Tuesday, June 25, 2013

Þjálfari Denver rappar


Loksins fékk Bryan Shaw tækifæri sem aðalþjálfari eftir að hafa verið orðaður við síðustu 1400 djobb þeirrar tegundar sem losnað hafa í NBA síðustu ár.

Shaw hefur undanfarið starfað sem aðstoðarþjálfari Indiana Pacers, en fær nú loksins stóra sénsinn hjá Denver þar sem hann tekur við búi þjálfara ársins, George Karl.

Blaðamaður Denver Post var fljótur að benda á að Bryan Shaw hefði ekki aðeins verið góður rulluspilari sem leikmaður og efnilegur þjálfari í dag, heldur fantagóður rappari líka.

Við leyfum ykkur að dæma um það. Hér rappar Shaw um erfiða tíma á tíunda áratugnm.