Tuesday, May 14, 2013

Allir þristarnir hans Steph Curry í vetur


Maður einn, sem virðist hafa gríðarlega mikið að gera, hefur klippt saman myndbrot sem sýnir allar 272 þriggja stiga körfurnar sem Steph Curry setti í deildakeppninni í vetur, en það var NBA met eins og flestum sem þetta lesa ætti að vera kunnugt. Er nokkuð annað að gera en að hella sér upp á kaffi og horfa á ósköpin, þó ekki væri nema til að hita upp fyrir leiki kvöldsins.