Saturday, April 20, 2013

"Lyftukerfi" Warriors


Flóabloggarinn Ethan Sherwood Strauss tók saman þetta stutta og skemmtilega myndbrot sem sýnir hvernig Golden State fer að því að búa til gott langskot fyrir Stephen Curry, sem setti met í þriggja stiga skotum í vetur.

Takið eftir hreyfingunni sem er á bakvörðunum og svo hvernig fjarkinn og fimman hjá Warriors (Bogut og Lee) mynda vegg á toppnum sem gerir varnarmönnum Pistons ómögulegt að ná til Curry. Hann fær fyrir vikið opinn þrist, sem fyrir hann er eins og sniðskot fyrir venjulegt fólk.



Þetta er meðal þess sem George Karl og aðstoðarmenn hans hjá Denver liggja nú yfir, en meiðsli lykilmanna Nuggets gera það að verkum að margir spá því að Golden State muni jafnvel stela einvíginu.

Það er helst vegna þess að Danilo Gallinari er dottinn út hjá Denver og þeir Ty Lawson og Kenneth Faried eru ekki heilir heilsu. Við spyrjum auðvitað að leikslokum, en það er ljóst að enginn á eftir að sofna yfir leikjum þessara liða í úrslitakeppninni. Þetta verður klíník í sóknarleik ef að líkum lætur.