Wednesday, April 24, 2013

Dwigt Howard segir að varnarleikur snúist fyrst og fremst um varin skot


Spánverjinn Marc Gasol hefur verið útnefndur varnarmaður ársins í NBA deildinni.

Við höfum ekki mikið við það að athuga, Gasol er óhemju duglegur varnarmaður og vel að þessu kominn.

Við hefðum reyndar örugglega gefið Joakim Noah okkar atkvæði ef hann hefði verið heill heilsu.

Tyson Chandler er alltaf góður en hann var ekki alveg jafn öflugur í vetur og hann var á síðustu leiktíð, enda voru meiðsli líka að stríða honum líkt og Noah.

Fyrrum varnarmaður ársins, Dwight Howard, er þó alls ekki sammála því að Gasol eigi skilið að vera varnarmaður ársins.

Hann segir nefnilega að Serge Ibaka hjá Oklahoma sé ekki aðeins varnarmaður ársins hjá sér - heldur hefði hann átt að fá nafnbótina á síðustu leiktíð líka.

Skoðum nú hvað Howard hafði að segja við fjölmiðla eftir að Gasol var kjörinn varnarmaður ársins og takið sérstaklega eftir rökunum sem hann færir fyrir máli sínu.

"Það er skondið, en það er allt í lagi," sagði Howard þegar honum var greint frá valinu. "Við eigum næsta ár fyrir höndum og ég hef nægan tíma (til að endurheimta titilinn varnarmaður ársins, væntanlega - insk.ritstjórnar). 

"Að mínu mati er það hinsvegar Serge Ibaka sem er varnarmaður ársins miðað við allt sem hann gerði í vetur og hann hefði átt að vinna þetta í ár og í fyrra. Í mínum huga hvar hann augljóslega varnarmaður ársins miðað við frammistöðu hans í vörninni, en fólk sér þetta öðruvísi. Hann leiddi deildina í vörðum skotum og það er það sem varnarleikur snýst um."

Gott að vita það, Dwight. Takk fyrir að deila þessu með okkur.