Tuesday, March 5, 2013

LJ og auglýsingarnar


"Amman" sem Larry Johnson bauð upp á í Converse-auglýsingunum fyrir 20 árum sló svo sannarlega í gegn. Þetta voru líka ógeðslega flottir skór og gott ef þeir voru ekki nothæfir líka.

Mikið var Larry Johnson nú stórkostlegur leikmaður fyrstu árin í deildinni. Þvílíkur kraftur saman kominn í einum litlum stubb. En svo komu meiðslin. Hann var aldrei sami leikmaður hjá New York og hann var í Charlotte, því miður.

Við minnumst hans fyrst og fremst þegar við hugsum um hann og Alonzo Mourning í framlínu hins unga Charlotte liðs með Muggsy Bogues, Kenny Gattison, Dell Curry og fleiri góða. Johnson var langflottastur. Klikkaðir búningar líka. Topp 5 allra tíma.