LeBron James skoraði 36 stig þegar Miami kom sér aftur á sigurbraut með því að mala New Orleans í nótt. James var ansi fljótur í gang og skoraði meðal annars 23 stig á innan við sex mínútum. Hann var með 28 stig í fyrri hálfleik, en slakaði svo á í þeim síðari þegar ljóst var hvert stefndi.