Friday, March 1, 2013

Chris Paul kenndi Clippers að spila körfubolta


Það er vel við hæfi að þessi maður skuli skora átta síðustu stig Los Angeles Clippers í sigri á Indiana í nótt. Tryggja í leiðinni að liðið verði með yfir 50% vinningshlutfall annað árið í röð. Clippers hefur ekki verið yfir 50% tvö ár í röð síðan árið nítjánhundruðsjötíuogsex eins og sjá má á myndinni. Þetta er með ólíkindum.

Þetta er líka til marks um styrk Chris Paul sem körfuboltamanns og leiðtoga. Clippers var einn mesti brandari í sögu atvinnuíþrótta þegar hann gekk til liðs við það. Síðan hefur það ekki gert mikið annað en vinna körfuboltaleiki.

Auðvitað er Paul ekki einn á bak við þennan viðsnúning, en hann er prímusmótorinn í þessu liði og það fer ekki lengra en hann getur borið það alveg eins og í fyrra. Það er vægast sagt sjaldgæft að menn um 180 sentimetra á hæð hafi önnur eins áhrif í þessari deild risanna.