Sunday, February 24, 2013

Rodney Rogers gefst ekki upp


Framherjinn Rodney Rogers var skemmtilegur leikmaður á að horfa þegar hann spilaði í NBA deildinni.

Rogers lék m.a. með Denver, LA Clippers, Phoenix, New Jersey og Philadelphia. Hann var með um 11 stig og 4,5 fráköst á ferlinum. Var sterkur og góður íþróttamaður en leið reyndar best fyrir utan línu í sókninni eins og svo mörgum.

Ef þú horfðir á sjónvarpsþáttinn NBA Action á tíunda áratugnum, komstu ekki hjá því að sjá nokkur tilþrif með Rogers. Við munum vel eftir nokkrum andlitsmeðferðum sem hann gaf á þessum tíma.

Fyrir nokkrum árum lenti hann í því að detta af torfæruhljóli og hljóta mænuskaða. Hann hefur meðal annars dáið þrisvar, en alltaf kemur hann til baka.

Hér fyrir neðan er nýlegt viðtal sem Chris Webber tók við vin sinn og fyrrum liðsfélaga. Ekki hægt að segja annað en að Rogers sé baráttumaður með andann í lagi. Hann er líka greinilega með magnaða konu sér við hlið. Það eru forréttindi. Það vita þeir sem eru svo heppnir.