Félagaskiptaglugginn í NBA lokaðist í kvöld og eins og svo oft vill verða, sitja fjölmiðla- og stuðningsmenn uppi með lítið sem ekkert. Allt þetta skrum til einskis.
Þetta er raunveruleiki sem við verðum að sætta okkur við. Nýju kjarasamningarnir í NBA þýða að félögin eru í enn meiri spennitreyju en áður í launamálum og enginn þorir að taka áhættu - hvorki fjárhagslega né á körfuboltasviðinu.
Hér eru öll ósköpin sem gerðust fyrir lok gluggans í kvöld. Ekkert af þessu kemur til með að hafa stórkostleg áhrif á gang himintugla NBA deildarinnar í bráð.