Allen Iverson var einhverra hluta vegna meðal áhorfenda á Opna Kínverska meistaramótinu í tennis í haust. Ekki spyrja okkur af hverju. Það er ekki hægt að segja annað en að strákurinn líti bara vel út, þrátt fyrir að hafa verið í bullandi vandræðum í einkalífinu síðan hann hætti að spila í NBA.
Ekkert að því að fá að pósa með Mariu Sharapovu, sama hvort þú heitir Allen Iverson eða Paul Allen. Eins og við höfum margoft sagt ykkur frá, er Sharapova með afleitan smekk á karlmönnum, en hún tók reyndar skref í rétta átt í fyrravor þegar hún sleit trúlofun sinni við Sasha Vujacic - fyrrum gagnslausan leikmann Los Angeles Lakers.