Sunday, February 3, 2013

Þegar Brandon hitti Tyson


Brandon Jennings, leikstjórnandi Milwaukee Bucks, setti þessa skemmtilegu mynd inn á Twitter í nótt. Fyrri myndin sýnir hvar hann er að hitta Tyson Chandler sem ungur og grindhoraður væskill með stjörnur í augunum. Á þeirri síðari er hann búinn að kjöta sig aðeins upp og er farinn að spila á móti Chandler í bestu deild í heimi. Skondið.