Saturday, February 9, 2013

Það gæti komið fyrir þig


Skemmtilegt atvik átti sér stað í leik Miami og LA Clippers í nótt þegar LeBron James ákvað allt í einu að fara að kasta á milli með einum áhorfandanum.Þessi heiðursmaður reyndist vera frá Hondúras og var staddur í Bandaríkjunum í sannkallaðri íþróttareisu, þar sem hann fór meðal annars á Ofurskálarleikinn á dögunum. Lisa vinkona okkar Salters hjá ESPN var ekki lengi að finna okkar mann og fá hann í viðtal, þar sem fleiri skemmtilegar tilviljanir poppuðu upp.Skemmtileg uppákoma, sem þessi glaðlegi náungi á aldrei eftir að gleyma.