Friday, January 4, 2013
Andre Miller er alltaf að spila körfubolta
Vorum að horfa á gamlar myndir af Andre Miller leika listir sínar eftir að Cleveland tók hann í nýliðavalinu árið 1999.
Hann er nú að verða einn af fáum leikmönnum í NBA sem komu inn í deildina á hinni öldinni, en alltaf er Dre jafn góður og skilar ekki síður mikilvægu hlutverki hjá Denver og skopparakringlan Ty Lawson.
Miller komst í nokkuð flottan flokk í kvöld eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan.
Það hefur hjálpað honum í tölfræðisöfnuninni að hann missir nánast aldrei úr leiki, en Andre Miller er einn af þessum frábæru leikmönnum sem þó hefur aldrei spilað stjörnuleik.
Miller er álíka fljótur upp og Toyota Hilux með dieselvél, en eins og allir vita sem notað hafa slíkar bifreiðar, eru þær til margra hluta nytsamlegar þó þú vinnir engar spyrnur á þeim.
Efnisflokkar:
Áfangar
,
Andre Miller
,
Sönn seigla
,
Tölfræði