Í nótt sem leið var ár síðan framherjinn Jeff Green hjá Boston Celtics þurfti að fara í hjartauppskurð og tvísýnt var um framhaldið hjá honum. Hann hefur kannski ekki staðið undir væntingum hjá Celtics í vetur en hann hefur boðið okkur upp á nokkur ansi eftirminnileg tilþrif.
Hann hélt upp á uppskurðarafmælið á skemmtilegan hátt í nótt þegar hann gjörsamlega hamraði boltanum í grillið á fyrrum Celtics-manninum Jermaine O´Neal. Mjög skemmtileg tilþrif hjá piltinum.