Monday, October 22, 2012
Fyrsta karfa Hávards reyndist ekki þristur
Vel við hæfi að fyrsta karfan hans Dwight Howard hafi verið ein viðstöðulaus eftir sendingu frá Pau Gasol. Þær verða ansi margar svona hjá Lakers í vetur, væntanlega enn fleiri en í fyrra þegar liðið leiddi deildina í þeim flokki.
Það ríkti mikil eftirvænting í Staples Center í nótt og enginn að hugsa um að hér væri á ferðinni leikur á undirbúningstímabilinu. Þetta var fyrsti leikurinn hans Dwight Howard. Við fengum að sjá forsmekkinn af því hvað þetta þýðir fyrir Lakers.
Meira að segja viðvaningar eins og við sjá hvað nærvera Howard í sókninni opnar allt upp á gátt fyrir Lakers, ekki síst þegar liðið keyrir á fyrsta tempói og með stóra manninn jafnvel á kantinum. Skelfileg tilhugsun fyrir lið að þurfa að hafa áhyggjur af honum og Gasol inní og Kobe og Nash fyrir utan í transisjónum. Úff.
Þeir sem lesa NBA Ísland að staðaldri vita að við erum ansi gagnrýnin á Dwight Howard. Við leyfðum okkur þó að taka frumraun hans inn alveg fordómalaust og það er ljóst að veturinn verður ekkert rosalega leiðinlegur hjá Lakers. Gaman fyrir þá að vera komnir með fullt lið af fræknum köppum.
Ónotatilfinning fer um mann.
Er það ekki hroki og kjánaskapur að veðja á móti svona ofurmönnuðu liði?
Jú, það er það.
Efnisflokkar:
Dwight Howard
,
Frumraunir/frumsýningar
,
Lakers
,
Nostradamus
,
Ógnarstyrkur