Tuesday, October 2, 2012

Fjölmiðladagurinn: Spurs


Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. 

NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.

Þau voru ekki mörg liðin í NBA sem gerðu ekkert í sumar, en San Antonio er eitt þeirra.

Við köllum það að gera ekki neitt að semja við Eddy Curry.

San Antonio tapaði óskiljanlega fjórum leikjum í röð gegn Oklahoma City og féll úr leik í úrslitakeppninni í vor eftir að hafa unnið tuttugu leiki í röð.

Eddy Curry tryggir að það kemur sko ekki fyrir aftur!

Það er hætt að vera fyndið og orðið sorglegt hvað sagan er alltaf nákvæmlega sú sama með Eddy Curry á haustin.

 "Hann var mjög duglegur að æfa í allt sumar og er búinn að léttast gríðarlega mikið. Það er allt annað að sjá hann. Hann er tilbúinn í slaginn og gæti hjálpað liði X verulega í vetur."

Aumkunarvert rugl. Það er með öllum og algjörum ólíkindum að þetta hvalhræ skuli enn reka á fjörur atvinnuliða í körfubolta. Þetta er skömm fyrir sportið. Ekki Karabatic-skömm, en þú skilur eflaust hvað við erum að meina.